SVAVA

THE ICELANDIC MUSTARD LADY

Uppskriftir og hugmyndir um notkun

Með hangikjöti, reyktum laxi, reyktum silungi, gröfnum laxi, pylsum af öllum gerðum og stærðum, sperðlum/bjúgum, saltkjöti og baunum.

Á nautakjöt, fisk, svínakjöt, kjúkling, hamborgara og ofan á brauð.

Í sósur, kartöflusalat, pottrétti, ostarétti.

Til að glasera skinku, hamborgarhrygg.

 

 

 

 

 

 

 

 

Grænmetisbakki

Gulrætur, gúrka, blómkál, brokkoli, eða það grænmeti sem passar hverjum og einum.

Lítilli skál með SVÖVU sinnepi er komið fyrir á miðjum bakkanum. Þvoið grænmetið og skerið í bita eða strimla og raðið fallega í kringum skálina með sinnepinu. Grænmetinu er svo dýft í sinnepið.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hamborgarhryggur Ástu

Hamborgarhryggur, laukur, gulrætur, svört piparkorn, púðursykur, SVÖVU sinnep og rauðvín (ekki nauðsynlegt).

Sjóðið hamborgarhrygginn í vatni og bætið út í lauk, gulrótum og svörtum piparkornum. Suðutíminn fer eftir stærð og þykkt, um það bil 1-1,5 klst.

Að suðu lokinni þarf hryggurinn að standa smástund við stofuhita á borðinu. Þá er gott að skera rönd sitt hvoru megin við hryggsúluna.

Hrærið svo saman púðursykri og SVÖVU sinnepi, einnig má bæta smá rauðvíni í blönduna og pensla hrygginn. Setjið síðan hrygginn inn í 200-230°C heitan ofn þangað til kominn er fallegur gljái.

Berið fram með brúnuðum kartöflum, fersku salati, gulum og grænum baunum og heimagerðri rauðvínssósu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Pastasalat

. . .

 • 150g pastaskrúfur.
 • 125g beikon.
 • ½ rauður laukur.
 • 1 gul eða rauð papríka.
 • 100g maísbaunir.
 • 100g frosnar grænar baunir.
 • 3 grænir aspas, graslaukur.

Dressing
2 stórar msk. majónes, 1 tsk. sterkt/sætt SVÖVU sinnep, ½ tsk. salt, 1 tsk. karrí, 2 tsk. sykur, 1 dl. sýrður rjómi eða jógurt.

Sjóðið pastað. Steikið beikonið þangað til það er orðið stökkt. Dressingin blönduð. Þýðið grænu baunirnar og brytjið papríku, lauk og aspas smátt.

Blandið grænmetinu og dressingunni saman við pastað og dreifið beikonbitum og lauki yfir.

Gott að bera salatið fram með til dæmis úrbeinuðum grilluðum kjúklingalærum eða bara eitt sér.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sænska jólaskinka Brittu

. . .

 • Sykursöltuð skinka. (Einnig má nota venjulega skinku)
 • 1 egg.
 • ½ msk.
 • sykur.
 • 1 msk. SVÖVU sinnep, sterkt sætt.
 • 2 msk. rasp.

Leggið skinkuna í bleyti í vatn u.þ.b. 1 klst. fyrir hvert kíló (spyrjið hjá söluaðila hvort þetta þurfi, þar sem ekki þarf að útvatna allar gerðir af skinku). Vefjið álpappír utan um skinkuna, stingið kjöthitamæli í hana og komið skinkunni fyrir í ofnskúffu.

Steikist við lágan hita 125-150°C þangað til kjöthitamælir sýnir 77°C. Skinkan tekin út og snyrt, pura og fita skorin af. Penslun Þeytið egg og sykur saman með gaffli og bætið svo SVÖVU sinnepi í.

Berið á skinkuna og raspinu stráð yfir. Setjið inn í 200°C heitan ofn þar til skinkan fær fallegan gulbrúnan gljáa.

Berið fram með rósakáli, kartöflum eða kartöflusalati og SVÖVU sinnepi. Sinnepið er notað líkt og sulta. Má borða heitt en einnig mjög gott kalt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Forréttur/Smáréttur

. . .

með reyktum silungi
Reyktur silungur
Brauð/snittubrauð
SVÖVU sinnep að eigin vali
Smátt skorinn graslaukur
Salatblöð
Ristið brauðsneiðarnar og skerið í 2-4 tígla, snittubrauðsneið höfð heil.

Sem forréttur
Skerið þunnar sneiðar af reyktum silungi og raðið fallega á disk ásamt ristuðu brauðinu og salatblöðum.

Dreifið graslauknum yfir silunginn.

Bætið SVÖVU sinnepi beint á diskinn eða í litla skál og setjið hana á diskinn.

Sem smáréttur
Skerið þunnar sneiðar af reyktum silungi, raðið á brauðið og smyrjið með SVÖVU sinnepi (smyrja má sinnepinu beint á brauðsneiðina). Dreifið graslauknum yfir.

 

Einnig má nota reyktan lax, grafinn lax eða grafinn silung.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ostabakki

Ostar að eigin vali, SVÖVU sinnep. Kex og/eða annað meðlæti eftir smekk.

Raðið ostinum skemmtilega á ostabakkann og leggið litla skál með sinnepinu á bakkann og notið sem ídýfu.