Sinnepsævintýrið hófst með þróun á vörunni Sterkt Sætt.
Upphaflega vantaði Svövu sinnep sem hún hafði notað í Svíþjóð sem gljáa á sænsku jólaskinkuna og hamborgarahrygginn.
Svava hefur síðan þróað fleiri bragðtegundir meðal annars eftir ábendingum frá viðskiptavinum sínum. ”Svava hefur leitast við að nota íslensk hráefni líkt og aðalbláber, blóðberg og rabarbara sem sótt er í íslenskri náttúru. SVAVA sinnep hefur einnig verið í góðu samstarfi við innlenda framleiðendur og má þar nefna að viskísinnepið er unnið með FLÓKA viskí og að ógleymdum KALDA lagerbjór sem er eitt af grunnhráefnum sinnepsins.”