SVAVA

THE ICELANDIC MUSTARD LADY

SVAVA sinnep er íslenskt matarhandverk sem að grunni til er byggt á sænskri sinnepshefð og fer öll framleiðslan fram í Eldstæðinu í Kópavogi.

Sinnepsævintýrið hófst með þróun á vörunni Sterkt Sætt.


Upphaflega vantaði Svövu sinnep sem hún hafði notað í Svíþjóð sem gljáa á sænsku jólaskinkuna og hamborgarahrygginn.

Svava hefur síðan þróað fleiri bragðtegundir meðal annars eftir ábendingum frá viðskiptavinum sínum. ”Svava hefur leitast við að nota íslensk hráefni líkt og aðalbláber, blóðberg og rabarbara sem sótt er í íslenskri náttúru. SVAVA sinnep hefur einnig verið í góðu samstarfi við innlenda framleiðendur og má þar nefna að viskísinnepið er unnið með FLÓKA viskí og að ógleymdum KALDA lagerbjór sem er eitt af grunnhráefnum sinnepsins.”

Vöruúrvalið

Sinnep

með

Flóka -Viskí

Sinnep

með

Kúmen og Ákavíti

Sinnep

með

Aðalbláber

og blóðberg

Sinnep

með

Rabarabara

Sinnep

með

Lakkrís

Sinnep

Sterkt og Sætt

Um Svövu

Svava bjó áður í Svíþjóð þar sem sér­stakt sterkt sinn­ep með sætu­keim er afar vin­sælt. Eft­ir að hún flutti aft­ur heim til Íslands byrjaði hún að prófa sig áfram með að búa til sína eig­in út­gáfu af sinn­ep­inu, þar sem það var ekki fá­an­legt í versl­un­um lands­ins.

„Upp­runa­lega fór ég að fram­leiða sinn­epið sem gljáa á sænsku jóla­skink­una, en við höf­um tekið upp ým­is­legt sænskt í okk­ar mat­ar­gerð“.

Sinn­epið er hægt að nota í ým­iss kon­ar mat­ar­gerð. „Mín­ar ráðlegg­ing­ar eru að fylgja inn­sæ­inu. Við not­um sinn­epið í alls kon­ar mat­ar­gerð, svo sem mar­in­er­ingu á kjöt, í sal­atsós­ur, með grill­mat, í pot­trétti, á allt reykt og grafið eitt og sér eða í graflaxsósu. Það er um að gera að láta hug­mynda­flugið ráða. Svo get ég ekki sleppt því að minn­ast á sam­loku sem kall­ast Gos­lok­an eða Veiðimaður­inn sem er alltaf nesti fjöl­skyld­unn­ar. Sam­lok­an sam­an­stend­ur af tveim­ur brauðsneiðum með sinn­epi, osti, skinku og sal­at­blaði. Það er aldrei spurt um það hvernig sam­lok­ur eigi að út­búa, held­ur hve marg­ar“.

Svava bjó áður í Svíþjóð þar sem sér­stakt sterkt sinn­ep með sætu­keim er afar vin­sælt. Eft­ir að hún flutti aft­ur heim til Íslands byrjaði hún að prófa sig áfram með að búa til sína eig­in út­gáfu af sinn­ep­inu, þar sem það var ekki fá­an­legt í versl­un­um lands­ins.

„Upp­runa­lega fór ég að fram­leiða sinn­epið sem gljáa á sænsku jóla­skink­una, en við höf­um tekið upp ým­is­legt sænskt í okk­ar mat­ar­gerð“. 

Sinn­epið er hægt að nota í ým­iss kon­ar mat­ar­gerð. „Mín­ar ráðlegg­ing­ar eru að fylgja inn­sæ­inu. Við not­um sinn­epið í alls kon­ar mat­ar­gerð, svo sem mar­in­er­ingu á kjöt, í sal­atsós­ur, með grill­mat, í pot­trétti, á allt reykt og grafið eitt og sér eða í graflaxsósu. Það er um að gera að láta hug­mynda­flugið ráða. Svo get ég ekki sleppt því að minn­ast á sam­loku sem kall­ast Gos­lok­an eða Veiðimaður­inn sem er alltaf nesti fjöl­skyld­unn­ar. Sam­lok­an sam­an­stend­ur af tveim­ur brauðsneiðum með sinn­epi, osti, skinku og sal­at­blaði. Það er aldrei spurt um það hvernig sam­lok­ur eigi að út­búa, held­ur hve marg­ar“.

Uppskriftir og hugmyndir um notkun

Nokkrar hugmyndir um notkun

  • Með hangikjöti, reyktum laxi, reyktum silungi, gröfnum laxi, pylsum af öllum gerðum og stærðum, sperðlum/bjúgum, saltkjöti og baunum.
  • Á nautakjöt, fisk, svínakjöt, kjúkling, hamborgara og ofan á brauð.
  • Í sósur, kartöflusalat, pottrétti, ostarétti.
  • Til að glasera skinku, hamborgarhrygg.