harpa3

Frá Kynningu í Hörpu 15 nóvember 2014

<

Upphaf Sælkerasinneps Svövu má rekja til búsetu fjölskyldunnar í suður Svíþjóð á árunum 1975-1982. Á þeim tíma lærði Svava að búa til það sinnep sem þar í landi kallast skánkst sinnep sem er sterkt með sætukeim.

Þegar fjölskyldan flutti heim reyndist erfitt að finna þessa gerð sinneps í verslunum landsins, sem leiddi til þess að Svava tók að þróa sitt eigið sinnep. Sú þróunarvinna gladdi fleiri en nánustu fjölskylduna og varð vinsæll jólaglaðningur til stórfjölskyldu og vina.

Í ársbyrjun 2014 tók Svava þátt í frumkvöðlakeppninni Gullegginu og í framhaldinu var styrkur sóttur í sjóð á vegum Atvinnumál kvenna. Hlaut Svava styrk til vöruþróunar sem gerði það kleift að framleiðsla gat hafist í tilrauneldhúsi Matís í október. Stóra stundin rann svo upp helgina 15-16. Nóvember þegar Sælkerasinnep Svövu var kynnt á Matarmarkaði Búrsins við góðar undirtektir.

 

sinnep@sinnep.is, tel: + 354 895 0035